KVH bauð uppá drykki í 1.maí göngu einstakra barna

Stjórnendur í félagi  Einstakra barna-Stuðningsfélag barna með sjaldgæfa sjúkdóma á Hvammstanga, efndu til göngu 1.maí til að minna fólk á félagið.

Á nokkrum stöðum á landinu koma saman hópar og hlaupa til styrktar Einstökum börnum en á Hvammstanga kom hópur saman í fyrsta skipti að þessu tilefni og rölti hring um staðinn til að minna á félagið. Hópurinn lagði af stað frá Íþróttamiðstöðinni í blíðskaparveðri og endaði þar líka á miðri leið var sjálfboðaliði með drykki í boði Kaupfélags Vestur-Húnvetninga. Stjórnendur eru þakklátir fyrir ljúfa þátttöku og gott veður.

KVH bauð uppá drykkina með heilum hug og heillaóskum til félagsins og allra sem að því standa