FRÉTTIR

Áramótakveðja frá KVH

31. desember 2025

Árið 2025 í KVH


Á árinu 2025 var haldið áfram að endurnýja eitt og annað í KVH má þar nefna

pappapressu sem vinnur hörðum höndum fyrir kjörbúðina alla daga, var sú gamla

orðin ansi lúin og þurfti þónokkuð miklar strokur til að sinna sínu hlutverki okkur tókst

þó að selja hana uppí hluta að kostnaði á nýrri vél.


Við fjárfestum einnig í nýrri kerru til flutninga á stærri vörum frá okkur þar sem sú

gamla þurfti orðið mikið viðhald á hverju ári til að standast skoðanir bifreiðaeftirlitsins.

Við náðum einnig að selja gömlu kerruna uppí kostnað á þeirri nýju.


Dyttað var að hinu og þessu innandyra sem komið var á tíma. Vinnuaðstöðu og

skipulagi var breytt inná lager kjörbúðarinnar og nánast öll kjörbúðin er orðin rafræn í

hillumiðum, næst á dagskrá í þeim málum er byggingavörudeildin okkar og vonandi

verður hún orðin rafræn snemma á nýja árinu.

Ekki tókust markmiðin okkar um að klára að endurnýja gluggamyndirnar á austurhlið

hússins en hálfnað verk þá hafið er og vonandi tekst okkur að ljúka næsta áfanga á

nýja árinu. Við þökkum SSNV innilega fyrir styrkveitinguna sem þessi hluti fékk frá

þeim en sótt var um í sjóði sóknaráætlunarsjóð SSNV, kærar þakkir!


Ýmislegt liggur fyrir á nýju ári og KVH heldur áfram á blússandi ferð þökk sé

viðskiptavinum okkar sem velja að versla í heimabyggð og nýta sér alla þá þjónustu

sem KVH hefur uppá að bjóða og auðvitað öllum þeim ferðamönnum innlendum sem

erlendum sem leggja leið sína í KVH og láta hróður kaupfélagsins berast manna á

milli.


Starfsfólk KVH þakkar félagsmönnum öllum, viðskiptavinum og samstarfsaðilum,

gleðilegs nýs árs með kærri þökk fyrir árið sem er að líða og okkur hlakkar til að eiga

áframhaldandi gott samstarf með ykkur öllum á nýju ári.


Lifið heil.



F.H. Kaupfélags Vestur Húnvetninga

Þórunn Ýr Elíasdóttir

Kaupfélagsstjóri.