Sérvöruútsala allan Janúarmánuð.
Það verður sérvöruútsala í kjörbúð KVH allan Janúarmánuð. Hellingur af vörum komnar á 30-90% afslátt og meira bætist við jafnt og þétt.
Sjón er söguríkari.
Sjáumst í KVH
Árið 2024 var viðburðarríkt ár hjá KVH. Kaupfélagsstjóraskipti urðu í byrjun febrúar þegar Björn Líndal lét af störfum og Þórunn Ýr Elíasdóttir tók við. Í byrjun sumars sagði verslunarstjóri til fjölda margra ára Jenný Duch starfi sínu lausu og kvaddi í lok sumarsins.
Í ljósi réttaróvissu eftir niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í máli E-420212024, þar sem segir að breyting búvörulaga lög nr.30/2024 hafi strítt gegn 44.gr stjórnarskrárinnar, samþykkir stjórn KVH að fresta allri ákvarðanatöku um tillögur / hugmyndir…
Á nýju ári birtist súrmatur á borðum landsmanna og nú er hann mættur í KVH. Það mun bætast í úrvalið á næstu dögum
.
Við minnum á að ef fólk vill fá stærri einingar þá endilega hafa samband við okkur og við reynum eftir fremsta megni að bjarga því.
Sjáumst í KVH
Nú sinnir pakkhúsið í KVH eingöngu vöruafhendingu og móttöku.
Við tilkynnum að nú er ekki lengur hægt að greiða fyrir vörur í pakkhúsinu svo nú þurfa allir að mæta fyrst inní Bygg, panta og ganga frá greiðslu og fá svo afhent í pakkhúsinu. Við vonumst til að þetta verði hagræðing sem veitir betri yfirsýn á alla hluti og að þetta komi sér ekki illa fyrir neinn.
KVH gengið í lið með aukrónum Landsbankans.
Nú geta aukakrónu safnarar Landsbankans, safnað og notað aukakrónur hjá KVH. Samstarfið hófst strax í dag fyrsta opnunardag nýs árs.
Krónurnar sem safnast hjá KVH jafngilda 7% afslætti.
Við vonumst til að þetta veki lukku hjá aukakortshöfum og fögnum samstarfinu við Landsbankann.