FRÉTTIR

Jólakveðja frá KVH

23. desember 2025

Jólakveðja frá KVH


Starfsfólk KVH óskar viðskiptavinum sínum öllum gleðilegra jóla og þakkar viðskiptin á aðventunni.

Eins og líklega flestir tóku eftir var bryddað uppá ýmsum nýjungum þennan desembermánuðinn. Aðventudagurinn okkar var þó haldinn í annað sinn og heppnaðist hann með eindæmum vel og þökkum við kærlega fyrir komuna og góðar undirtektir við þeim degi, hann lífgar sannarlega uppá daginn í upphafi aðventu.


Við prufuðum svo að vera með jóladagatal þar sem starfsmenn fengu að velja eina vöru sem færi á afslátt hvern opnunardag í desember. Dregið var úr því vali og lentu þær vörur á þeim degi sem varan var dregin á. Við getum ekki heyrt né séð betur en að fólki hafi fundist þetta skemmtileg viðbót við þjónustu KVH og fóru undirtektir við afsláttarvörum framar okkur björtustu vonum svo hver veit nema jóladagatalið verði árleg viðbót héðan í frá.


Síðast en ekki síst vorum við með 3.kvöldopnanir sem hver hafði sitt þema, ágætis mæting var á öll þessi kvöld og voru undirtektir allavega það góðar að við hugsum framhald á þessu með mögulega aðeins öðrum útfærslum á næsta ári. TAKK fyrir komuna.



Ekki má gleyma föstudagssmakkinu sem var alla föstudaga í desember, það gleður okkur að geta gefið smakk á þeim vörum sem í boði eru í desember og vonandi runnu þær veitingar ljúflega niður og kannski hjálpað einhverjum við val á kræsingum á jólaborðið.

Starfsfólk KVH heldur ánægt inn í jólahátíðina með von um að viðskiptavinir okkar allir séu jafn ánægð með okkur og við með þá.

Gleðileg jól og mættu allir njóta sem allra best.