Aðalfundur KVH var haldinn þriðjudaginn 15. apríl sl.
Dagskrá fundarins var með venjubundnum hætti og var aðsókn með ágætum.
Ársreikningur félagsins fyrir árið 2024 var samþykktur og er hann aðgengilegur hér á síðunni okkar. Hægt er að nálgast hann á þessari slóð:
kvh-arsreikningur-2024-undirr.pdf
Breyting varð á stjórn KVH. Úr stjórn gekk Guðný Helga Björnsdóttir og eru henni færðar þakkir fyrir hennar störf í stjórn KVH undanfarin ár. Í hennar stað kom inn í stjórn Birkir Snær Gunnlaugsson og er hann boðinn velkominn til starfa.
Kaupfélag Vestur Húnvetninga þakkar félagsmönnum fyrir mætingu á deildar-, og aðalfundi félagsins þetta árið og hlakkar til áframhaldandi samstarfs.
f.h stjórnar KVH
Þórunn Ýr Elíasdóttir
Kaupfélagsstjóri