Opnunartímar

 • Fréttir af aðalfundi kvh

  Fréttir af aðalfundi KVH

  Aðalfundur Kaupfélags Vestur – Húnvetninga svf. var haldinn í Félagsheimilinu á Hvammstanga miðvikudaginn 20. apríl síðastliðinn. Velta félagsins á árinu 2021 var um 990 milljónir króna og rekstrarhagnaður eftir skatta var 40,5 milljónir króna. Heildareignir félagsins var um áramót 827,3 milljónir króna og eigið fé félagsins var um 608,3 milljónir króna. Eiginfjárhlutfall er 73,5 %. Ársreikning félagsins má nálgast á heimasíðu félagsins, smellið hér til að sjá ársreikning.  

  Á fundnum voru kjörnir tveir nýjir stjórnarmenn, þau Guðný Helga Björnsdóttir og Ólafur Benediktsson, en þetta mun vera í fyrsta sinn sem kona er kjörin í stjórn þessa 113 ára gamla félags. Fyrir í stjórn voru Gunnar Þórarinsson formaður, Ársæll Daníelsson og Þorsteinn H Sigurjónsson. Varamenn í stjórn voru kjörin þau Elín Anna Skúladóttir, Þórarinn Óli Rafnsson og Örn Óli Andrésson. Nánar um fundinn má sjá hér.

 • Útsala 20% afslátturfrá 29. mars - 12. apríl

  Útsala á vetrarstígvélum og kuldaskóm. Einnig eru vetrarúlpur, snjóbuxur og kuldagallar á útsölu í kjörbúð. Verum snjöll - verslum heima.

 • Aðalfundur Kaupfélagsins 2022

  Aðalfundur Kaupfélags Vestur-Húnvetninga verður haldinn í Félagsheimilinu á Hvammstanga þriðjudaginn 19. apríl kl. 20:30.

  Dagskrá samkvæmt samþykktum félagsins

  Allir félagsmenn hafa aðgang að fundinum en einungis kjörnir fulltrúar hafa atkvæðisrétt.

   

  Kaupfélag Vestur-Húnvetninga

  Sími 455-2300