Opnunartímar

 • Deildarfundir 2023

  Aðalfundir deilda Kaupfélags Vestur-Húnvetninga verða haldnir sem hér segir:

  Aðalfundur Þorkelshólshreppsdeildar verður haldinn í Dæli, mánudaginn 20. mars kl. 20:30.

  Aðalfundur Hrútafjarðar- , Fremri- og Ytri -Torfustaðahreppsdeilda verður haldinn sameiginlega í Félagsheimilinu Ásbyrgi þriðjudaginn 21. mars kl. 20:30.

  Aðalfundur Hvammstangahreppsdeildar og Þverár- og Kirkjuhvammsdeildar verður haldinn sameiginlega í Félagsheimilinu Hvammstanga, miðvikudaginn 22. mars kl. 20:30.

  Dagskrá:

  1. Venjuleg aðalfundarstörf deilda
  2. Önnur mál

  Kaupfélag Vestur-Húnvetninga

 • lokun frystiklefa

  Ágætu viðskiptavinir KVH

  Í áratugi hefur Kaupfélagið rekið frystigeymslur og leigt viðskiptavinum sínum. Þar er um að ræða frystihólfin í kjallara gamla sláturhússins sem fjölmargir íbúar hafa nýtt sér, svo og frysta á efri hæð, þar hafa bændur og aðrir getað geymt skrokka og fengið þá sagaða eftir þörfum.

  Megnið af þeim búnaði sem hefur verið nýttur til að halda frosti á þessum geymslum er margra áratuga gamall og frystilagnir sömuleiðis. Nú er ljóst að líftími þessa búnaðar er á enda. Rekstur þessara frystigeymslna hefur verið þungur og í raun hefur þessi þjónusta ekki staðið undir sér í langan tíma. Endurnýjun á tækjum og lögnum er, eins og gefur að skilja, ekki físileg við viðvarandi taprekstur enda má reikna með að kostnaður við endurnýjun hlaupi á tugum milljóna.

  Af þessum ástæðum hefur stjórn KVH tekið ákvörðum um að þessum frystum verði lokað eigi síðar en í lok þessa árs. Ekki verður tekið við kjötskrokkum í frysti frá sláturhúsi næsta haust en SKVH mun annast sögun fyrir sína viðskiptavini. Sömuleiðis verður ekki hægt að leigja hólf nema til áramóta. KVH hvetur notendur þessara frystigeymslna til að gera ráðstafanir í tíma, tíminn er jú fljótur að líða og eins og áður sagði mun KVH hætta þessari þjónustu í síðasta lagi um næstu áramót.

  Kaupfélagið útvegar frystikistur og frystiskápa m.a. frá Heimilistækjum, Ormsson og Smith & Norland.

   

 • Myndir

  Hér má finna nokkuð af þeim myndum sem eru til í fórum Kaupfélagsins.