Opnunartímar

 • Kvh óskar eftir starfsmönnum

  Óskum að ráða starfsmenn í kjörbúð og Pakkhús/Búvöruverlsun. Hlutastörf koma vel til greina. Upplýsingar veitir Björn í síma 455-2300.

 • Sumaropnun í kjörbúð

  Að venju verður breyting á opnunartíma kjörbúðar KVH þann 1. júní nk. Þá verður opið sem hér segir:

  KJÖRBÚÐ: Mánudaga - föstudaga frá kl 9 -18, laugardaga frá kl. 10 -16 og sunnudaga frá kl. 11 - 16

  BYGGINGAVÖRUVERSLUN: Mánudaga - föstudaga frá kl. 9 -18, laugardaga frá kl. 12 - 16

  BÚVÖRUVERLSUN/PAKKHÚS: Mánudaga - föstudaga frá kl. 9 -12 og frá 13 - 18

  A því að sumarið er tíminn þykir rétt að benda á tímamótaplötuna Sumar á Sýrlandi sem var fyrsta stóra plata Stuðamanna. Platan kom út árið 1975, fyrir 47 árum síðan, og seldist hún í bílförmum, ja eða hestburðum, en hér má lesa fróðleik um Stuðmenn - hljómsveit allra landsmanna

 • Fréttir af aðalfundi kvh

  Fréttir af aðalfundi KVH

  Aðalfundur Kaupfélags Vestur – Húnvetninga svf. var haldinn í Félagsheimilinu á Hvammstanga miðvikudaginn 20. apríl síðastliðinn. Velta félagsins á árinu 2021 var um 990 milljónir króna og rekstrarhagnaður eftir skatta var 40,5 milljónir króna. Heildareignir félagsins var um áramót 827,3 milljónir króna og eigið fé félagsins var um 608,3 milljónir króna. Eiginfjárhlutfall er 73,5 %. Ársreikning félagsins má nálgast á heimasíðu félagsins, smellið hér til að sjá ársreikning.  

  Á fundnum voru kjörnir tveir nýjir stjórnarmenn, þau Guðný Helga Björnsdóttir og Ólafur Benediktsson, en þetta mun vera í fyrsta sinn sem kona er kjörin í stjórn þessa 113 ára gamla félags. Fyrir í stjórn voru Gunnar Þórarinsson formaður, Ársæll Daníelsson og Þorsteinn H Sigurjónsson. Varamenn í stjórn voru kjörin þau Elín Anna Skúladóttir, Þórarinn Óli Rafnsson og Örn Óli Andrésson. Nánar um fundinn má sjá hér.