Opnunartímar

 • áramót

  Kaupfélag Vestur - Húnvetninga óskar ykkur öllum gleðilegs nýs árs og þakkar viðskiptin á liðnu ári. 

  Visindavefurinn hefur þetta að segja um áramót. 

  Mjög breytilegt er og hefur verið um heim allan hvenær haldið er upp á áramót. Sem dæmi má nefna að Kínverjar hafa eigin áramót sem lúta allt öðrum reglum en hér á Vesturlöndum. Í Evrópu var byrjun ársins lengi vel einnig mjög á reiki. Rómverjar höfðu í öndverðu látið árið hefjast 1. mars og mánaðarheitin bera þess enn merki; október þýðir í raun 8. mánuður ársins, nóvember 9. og desember 10. mánuður ársins. Frá fyrstu öld fyrir upphaf tímatals okkar létu Rómverjar svo árið byrja 1. janúar. Fyrstu páfarnir héldu sér við þá dagsetningu enda var ekki enn búið að ákvarða hinn opinbera fæðingardag Jesú Krists (sjá Af hverju höldum við jólin í desember ef sagt er að Jesú hafi fæðst í júlí? eftir Sigurjón Árna Eyjólfsson). Í Austrómverska ríkinu ákvað Konstantínus mikli hins vegar að árið skyldi hefjast 1. september, og sumir páfar fylgdu þeim sið.

  Um 800 fyrirskipaði Karl mikli að í ríki sínu skyldi árið hefjast á boðunardegi Maríu meyjar 25. mars. Englendingar tóku snemma upp jóladag sem nýársdag og héldu sér við hann fram á 12. öld, en þá færðu þeir hann einnig yfir á 25. mars. Á næstu öldum gat opinber byrjun ársins verið ólík eftir ríkjum, héröðum og jafnvel hertogadæmum.

   

 • Verum snjöll - verslum heima

  Nú erum við búin að fá rúlluplastið í hús. Við tókum plastið fyrir áramót vegna þess að það plast sem flutt verður inn eftir áramót mun bera 52 kr hærra endurvinnslugjald en það sem flutt var inn fyrir áramót. Hvetjum bændur til að huga að þessu í tíma. Hafið endilega samband við Jón Hilmar með tölvupósti á póstfangið pakkhus@kvh.is

   

 • Myndir

  Hér má finna nokkuð af þeim myndum sem eru til í fórum Kaupfélagsins.