KVH hafa borist veglegar og góðar gjafir undanfarnar vikur.
Fyrst ber að nefna veglega og þarfagóða gjöf frá Gærunum. Þær komu færandi hendi og afhentu KVH hjartastuðtæki sem er nú komið upp á vegg og tilbúið til notkunar sem við svo sannarlega vonumst til að þurfa aldrei að nýta en algerlega nauðsynlegt að hafa við höndina ef vá ber að höndum. Gærunum eru færðar sérstaklega góðar og miklar þakkir fyrir þessa góðu gjöf.
Starfsfólk KVH fékk svo girnilega og bragðgóða sendingu frá Kótilettunefndinni og Verslunarminjafélaginu Bardúsu. Þau komu og færðu starfsfólkinu dásamlega bragðgóðar kaffiveitingar með þakklæti fyrir veittan styrk og góða þjónustu. Starfsfólk færir þeim miklar þakkir fyrir veitingarnar og þakklætið.
Svo sannarlega er alveg jafn gott að gefa og þiggja.
Takk fyrir okkur!