BILUN Á KÆLIKERFI KVH

Því miður varð bilun í flestum kælum KVH í nótt og er því mikið um tilfæringar á kælivörum í versluninni. Einnig munu einhverjar vörutegundir og þá sérstaklega úrval af fersku kjöti vera með minna móti um helgina. Þó er eitthvað til og frystirinn er vel búinn af alskyns góðgæti. Ekki hika við að biðja starfsfólkið okkar um aðstoð við að finna vörur sem vantar, við erum að setja óskemmt fram í búð og endurraða í virkum kælum til að útbúa pláss. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda og þökkum jafnframt þolinmæði og skilning á meðan á þessu stendur.
Vonir standast til um að kælarnir verði komnir í lag í byrjun næstu viku.
 
Þökkum viðskiptin og sjáumst hress í KVH, enn verður heitt á könnunni