Dagskrá aðalfundar KVH

Aðalfundur KVH verður haldinn þriðjudaginn 09.apríl 2024 í Félagsheimilinu á Hvammstanga og hefst hann klukkan 20.00.

Dagskrá fundarins:

1. Fundarsetning.
2. Kosinn fundarstjóri.
3. Kosnir tveir fundarritarar.
4. Lesnar fundargerðir úr deildum.
5. Skýrsla stjórnar.
6. Skýrsla fyrri kaupfélagsstjóra, reikningar félagsins 2023.
7. Skýrsla skoðunarmanna.
8. Umræður.
9. Ákvörðun um ráðstöfun hagnaðar eða taps.
10. Ákvörðun um laun stjórnar og skoðunarmanna.
11. Kosningar:
a. Kosnir tveir menn í stjórn til þriggja ára, kjörtímabili sínu hafa lokið Gunnar Þórarinsson og Ólafur Benediktsson.
b. Kosnir þrír varamenn í stjórn til eins árs, kjörtímabili sínu hafa lokið Elín Anna Skúladóttir, Þórarinn Óli Rafnsson og Örn Óli Andrésson.
c. Kosinn skoðunarmaður til tveggja ára, kjörtímabili sínu hefur lokið Guðmundur Ísfeld
d. Kosinn varaskoðunarmaður til tveggja ára, kjörtímabili sínu hefur lokið Rafn Benediktsson
e. Kosinn einn löggiltur endurskoðandi til eins árs.
f. Kosinn einn maður til að mæta á aðalfundfund S.Í.S.
g. Kosinn einn varamaður á sama fund.
12. Önnur mál.

Hlökkum til að sjá sem flesta

Stjórn KVH