Frímerki og kassar í KVH

Eins og flestir vita þá tók Íslandspóstur þá ákvörðun að loka pósthúsinu okkar á Hvammstanga frá og með 1.júní sl.

Af þeim sökum hefur KVH nú tekið í sölu frímerki og umbúðakassa fyrir alla sem þurfa að senda bréf og pinkla frá Hvammstanga. Hægt er að fá umbúðakassana frá Íslandspósti í öllum stærðum hér hjá okkur #1, #2, #3, #4 og #5.

Einnig fást frímerki innanlands, innan Evrópu og utan Evrópu. Hafa ber í huga að fjöldi frímerkja fer eftir þyngd bréfsins, ódýrast er að senda bréf innanlands undir 50 grömmum.

Frímerkin og umbúðirnar fást við kassana í kjörbúðinni og einnig í byggingarvörudeildinni.

Sjáumst í KVH