KVH lagði verkefninu "Perlum saman" lið

Föstudaginn 31.maí sl. lagði Kraftur, félag ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur leið sína á Hvammstanga. Opið hús var í grunnskólanum þar sem fólk kom saman og perlaði armbönd með áletruninni “Lífið er núna” sem er ein helsta fjáröflunarleið Krafts og eru armböndin eingöngu framleidd af sjálfboðaliðum. KVH lagði til drykkjarföng fyrir áhugasama perlara þennan dag og var gaman að sjá hversu margir lögðu leið sína í skólann til að perla.

KVH sendir baráttukveðjur til Krafts og þakkar fyrir komuna á Hvammstanga.