Milwaukee bíllinn kíkti við í KVH.

Milwaukee bíllinn kíkti við í KVH sl. mánudag, 27.maí.

Gaman var að sjá hvað aðsóknin var góð, sem og veðrið sem heiðraði okkur með sól og sumaryl.

Starfsmenn Milwaukee sem og starfsmenn KVH voru heilt yfir mjög ánægðir með daginn og þakka viðskiptavinum KVH fyrir komuna.

Þess má geta að byggingarvörudeildin okkar fékk sendingu af Milwaukee vörum í vikunni og verða tilboð á völdum vörum frá Milwaukee til 18.júní nk.

Það er því tilvalið að kíkja við í kaffibolla og skoða úrvalið.

 

Við viljum einnig minna á að nú fer sumaropnun KVH að hefjast og hægt er að kynna sér opnunartíma allra deilda á forsíðu KVH.is

 

Sjáumst sem oftast í KVH.