Fréttir

Deildarfundir

AÐALFUNDIR DEILDA KVH Aðalfundir deilda Kaupfélags Vestur-Húnvetninga verða haldnir sem hér segir: Aðalfundur Hrútafjarðar- , Fremri- og Ytri -Torfustaðahreppsdeilda verður haldinn sameiginlega í Skólahúsinu á Borðeyri, mánudaginn 21. mars kl. 20:30. Aðalfundur Hvammstangahreppsdeildar og Þverár- og Kirkjuhvammsdeildar verður haldinn sameiginlega í Félagsheimilinu Hvammstanga, þriðjudaginn 22. mars kl. 20:30. Aðalfundur Þorkelshólshreppsdeildar verður haldinn í Dæli, fimmtudaginn 24. mars kl. 20:30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf deilda 2. Önnur mál Íbúar Húnaþings vestra eru hvattir til að ganga í félagið og með því að hafa áhrif á starfsemi þess.

Ný heimasíða

Ný heimasíða hefur nú litið dagsins ljós. Með þessari síðu opnast möguleikar á ýmsum nýjungum og er umsjónarkerfi hennar mun auðveldari notkun fyrir starfsmenn KVH en fyrra umsjónarkerfi. Það er von okkar að við getum verið virkari í netheimum en við höfðum tök á með fyrra umsjónarkerfi. Heimasíðan er vistu af Stefnu en uppsetning hefur verið í höndum starfsmanna KVH.