25.04.2022
Aðalfundur Kaupfélags Vestur – Húnvetninga svf. var haldinn í Félagsheimilinu á Hvammstanga miðvikudaginn 20. apríl síðastliðinn. Velta félagsins á árinu 2021 var um 990 milljónir króna og rekstrarhagnaður eftir skatta var 40,5 milljónir króna. Heildareignir félagsins var um áramót 827,3 milljónir króna og eigið fé félagsins var um 608,3 milljónir króna. Eiginfjárhlutfall er 73,5 %. Ársreikning félagsins má nálgast á heimasíðu félagsins, kvh.is
11.04.2022
Að venju fagna íbúar Húnaþings vestra sumardeginum fyrsta, og það gerum við líka. Þess vegna verða verslanir okkar lokaðar fimmtudaginn 21. apríl. Hvetjum við starfsmenn okkar og aðra íbúa Húnaþings vestra til að taka þátt í þeim viðburðum sem auglýstir hafa verið í tilefni dagsins.
08.04.2022
Aðalfundur Kaupfélags Vestur-Húnvetninga verður haldinn í Félagsheimilinu á Hvammstanga þriðjudaginn 19. apríl
kl. 20:30.
Dagskrá samkvæmt samþykktum félagsins
Allir félagsmenn hafa aðgang að fundinum en einungis kjörnir fulltrúar hafa atkvæðisrétt.
22.03.2022
AÐALFUNDIR DEILDA KVH
Aðalfundir deilda Kaupfélags Vestur-Húnvetninga verða haldnir sem hér segir:
Aðalfundur Hrútafjarðar- , Fremri- og Ytri -Torfustaðahreppsdeilda verður haldinn sameiginlega í Skólahúsinu á Borðeyri, mánudaginn 21. mars kl. 20:30.
Aðalfundur Hvammstangahreppsdeildar og Þverár- og Kirkjuhvammsdeildar verður haldinn sameiginlega í Félagsheimilinu Hvammstanga, þriðjudaginn 22. mars kl. 20:30.
Aðalfundur Þorkelshólshreppsdeildar verður haldinn í Dæli, fimmtudaginn 24. mars kl. 20:30.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf deilda
2. Önnur mál
Íbúar Húnaþings vestra eru hvattir til að ganga í félagið og með því að hafa áhrif á starfsemi þess.
22.03.2022
Ný heimasíða hefur nú litið dagsins ljós. Með þessari síðu opnast möguleikar á ýmsum nýjungum og er umsjónarkerfi hennar mun auðveldari notkun fyrir starfsmenn KVH en fyrra umsjónarkerfi. Það er von okkar að við getum verið virkari í netheimum en við höfðum tök á með fyrra umsjónarkerfi. Heimasíðan er vistu af Stefnu en uppsetning hefur verið í höndum starfsmanna KVH.