Fréttir

Fréttir af aðalfundi KVH

Aðalfundur Kaupfélags Vestur – Húnvetninga svf. var haldinn í Félagsheimilinu á Hvammstanga miðvikudaginn 20. apríl síðastliðinn. Velta félagsins á árinu 2021 var um 990 milljónir króna og rekstrarhagnaður eftir skatta var 40,5 milljónir króna. Heildareignir félagsins var um áramót 827,3 milljónir króna og eigið fé félagsins var um 608,3 milljónir króna. Eiginfjárhlutfall er 73,5 %. Ársreikning félagsins má nálgast á heimasíðu félagsins, kvh.is

Sumardagurinn fyrsti

Að venju fagna íbúar Húnaþings vestra sumardeginum fyrsta, og það gerum við líka. Þess vegna verða verslanir okkar lokaðar fimmtudaginn 21. apríl. Hvetjum við starfsmenn okkar og aðra íbúa Húnaþings vestra til að taka þátt í þeim viðburðum sem auglýstir hafa verið í tilefni dagsins.

Aðalfundur Kaupfélags Vestur - Húnvetninga

Aðalfundur Kaupfélags Vestur-Húnvetninga verður haldinn í Félagsheimilinu á Hvammstanga þriðjudaginn 19. apríl kl. 20:30. Dagskrá samkvæmt samþykktum félagsins Allir félagsmenn hafa aðgang að fundinum en einungis kjörnir fulltrúar hafa atkvæðisrétt.