Það er ánægjulegt fyrir KVH að tilkynna að við höfum gerst umboðsaðilar fyrir fyrirtæki í Noregi sem heitir Serigstad.
Serigstad hefur starfað í 160 ár og er vel þekkt fyrir sáninga og rúllutætara tækja framleiðslu. Fyrsti rúllutætarinn frá þeim (Flexifeed) er nú þegar á leið til landsins og vonandi verður það einungis sá fyrsti af mörgum sem við munum eiga eftir að selja frá þeim hingað til Íslands.
Hægt er að kynna sér fyrirtækið og vöruframleiðsluna þeirra á heimasíðunni þeirra. www.serigstad.no og á Fb síðunni þeirra https://www.facebook.com/SerigstadAS
Einnig er hægt að skoða Flexifeeder betur á youtube
Serigstad FlexiFeeder rundballekutter / bale chopper #farming #agriculture #farmlife #farm
Sölumenn okkar í Byggingarvörudeild KVH taka vel á móti ykkur ef þið hafið spurningar eða áhuga á tækjum frá Serigstad.
Við vonumst eftir miklu og góðu samstarfi við Serigstad og bjóðum þau velkomin inní flóru KVH á Íslandi.